Áfram skal haldið, í dag klukkan 16:30 mættu strákanir okkar sterku liði Eistlands. Mun betri leiktími, morgunmatur kl. 07:30, æfing kl. 09:00, þar sem farið var yfir árherslur í vörn og sókn með tilliti til leikaðferðar Eistlands. Björn þjálfari og Vilhelm aðstoðarþjálfari höfðu kvöldið áður fylgst með leik Eista og Serba til að kortleggja liðin. Hádegismatur í hádeginu núna, ekki um morguninn eins og undanfarna daga, og svo beint upp í íshokkíhöllina aftur þar sem leikurinn gegn Eistlandi átti að fara fram.
Leikurinn við Eista gekk vel framan af og með réttu gekk hann vel allan tíman. Við megum ekki gleyma því að lið Eistlandd er gríðalega sterkt og talið sigurstranglegas í okkar riðli. Baráttan í okkar strákum strax í fyrsta leikhluta, þar sem Eistanir komust yfir 0-1, en við jöfnuðum fljótlega í 1-1 með flottu marki frá Bjössa. Eftir það var á brattann að sækja og við ofurefli að etja en leiknum lauk 12 – 1 Eistum í vil. Að leik loknum var Steindór Ingason valinn maður leiksins, en hann hafði eins og allir strákarnir okkar barist hetjulega. Úrslit dagsins í tölum segja ekki rétta sögu að gangi leiksins, þar sem við vorum ótrúlega óheppnir með sum að mörkunum sem við fengu á okkur, en svona er íshokkíið. Við þegar eru búnir að ná besta árangri okkar í þessari deild með því að vinna fyrstu tvo leiki okkar og þar með halda sæti okkar í sömu deild á næsta ári og getum einungis bætt stöðu okkar í næstu 2 leikjum, eða staðið í stað.
Á morgunn er frídagur í keppninni, þó svo að æfing verður og höfum við strákanir skipulagt að fara í útsýnisferð með rútu og skoða Belgrad og fræga virkið þeirra, sem er upprunalega yfir 2000 ára gamalt.
Með góðri kveðju heim frá öllum strákunum.
Jón Þór Eyþórsson, farastjóri.