Vinnureglur vegna félagaskiptabeiðna

 
Nú líður að lokadegi fyrir skráningu á erlendum leikmönnum. ÍHÍ vill ítreka eftirfarandi:
 
  •          Formleg umsókn um félagaskiptakort þarf að hafa borist framkvæmdastjóra ÍHÍ fyrir miðnætti 31. október 2006.
  •          Hægt er að senda umsókn á ihi@ihi.is eða koma henni persónulega til framkvæmdastjóra.
  •          Umsóknir sem berast með öðrum hætti verða ekki teknar gildar.
  •          Umsóknin þarf að vera í samræmi við áður útgefnar verklagsreglur.
  •          Í þessum verklagsreglum er kveðið á um það að tryggingargjald þurfi að greiða áður en umsókn fæst afgreidd. Þar af leiðir að sýna verður fram á að greiðsla hafi verið lögð inn á reikninga sambandsins fyrir miðnætti 31. október  2006
  •          Þær umsóknir sem að berast ásamt tryggingargjaldi fyrir miðnætti 31. október fá eðlilega afgreiðslu en öðrum verður hafnað.
  •          Rétt er hér að ítreka að bæði umsókn og staðfesting á tryggingargjaldi verða að hafa borist fyrir miðnætti 31. Október 2006 til þess að umsóknin verði afgreidd. Ekki dugar að senda inn umsókn og ætla sér að greiða fyrir daginn eftir, slíkum umsóknum verður hafnað.

    HH