Úrslit í leikjum yngri flokka.

Eitt af því sem verður tekið til endurskoðunar fyrir komandi keppnistímabil er framkvæmd leikja í 2 - 4 flokki karla. Reglan hingað til hefur verið sú að endi leikurinn í jafntefli skipta liðin með sér sitthvoru stiginu en 3ja stigið fellur niður. Vitað er að einhverjir leikmenn hafa verið óánægðir með þetta, þ.e. að ekki fáist hrein úrslit, einsog gerist í meistaraflokki. Að sjálfsögðu eru möguleikar fyrir og það sjálfsagt fleiri en einn. T.d. mætti fara beint í vítakeppni þar sem skorið yrði úr um aukastigið en einnig kæmi til greina að framlengja, fækka um einn í hvoru liði og láta gullmark ráða úrslitum. Ef úrslit fengjust ekki yrði farið í vítakeppni. Það sem einstaka sinnum hefur verið vandamál varðandi þessa flokka er að leikir þeirra eru oft seint að kvöldi og því ekki mikið hægt að lengja þá umfram það sem nú er. Á móti kemur að jafntefli eru ekki mörg þannig að það ætti ekki að reyna mjög oft á þetta. Við sjáum hvað setur en þeir sem vilja segja skoðun sína á málinu er velkomið að senda póst á ihi@ihi.is

Myndin er af íslandsmeisturum SR í 2. flokki keppnistímabilið 2007-8.

HH