Uppskeruhátíð 13. maí næstkomandi.

Nú viðrum við hokkígallann og förum í sparifötin!!

Íshokkísamband Íslands hefur skipulagt lokahátíð sem gefur íshokkímönnum og konum kost á að hittast og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Veitt verða verðlaun fyrir árangur og afrek af ýmsum toga á leiktíðinni og nýliðinni heimsmeistarakeppni verður líka gerð skil. Óhætt er að segja að vinna og þrautsegja okkar allra á undanförnum árum hafi kristallast í frábærum árangri landsliðssins okkar.

Fjölmennum á lokahátíðina - Það er kominn tími til að íshokkímenn og konur í félögunum fjórum hittist á sameiginlegri uppgjörshátíð. Rúnar og Elvar munu sjá til þess að allir skemmti sér vel.

Staður: Versalir við Hallveigarstíg, laugardaginn 13. maí næstkomandi.

Dagskrá:

Fordrykkur kl. 19

Borðhald hefst kl.19.30

Glæsilegt ítalskt hlaðborð

Miðaverð aðeins kr. 3.500

Miðapantanir sendist á margret@samherji.is eða kmaack@simnet.is

Munið að sætaframboð er takmarkað þannig að ekki tefja það að panta öruggt sæti. Auglýsingaplakat má skoða nánar með því að smella hér.