02.04.2004
Í kvöld léku strákarnir okkar við Ungverja, fyrirfram var vitað að þessi leikur yrði okkur verulega erfiður, drengirnir okkar stóðu sig verulega vel framan af leiknum en í endann á öðrum leikhluta var Daníel Erikssyni vísað í sturtu eftir að hann hlaut annann 10 mínútna misconduct dóm sinn í leiknum. Þetta fékk nokkuð á liðið enda er Daníel lykil leikmaður í liðinu. Staðan eftir annann leikhluta var 7-4 og okkar drengir vel inni í leiknum. Það var síðan í þriðja hluta sem botninn datt úr leik liðsins en þennan leikhluta unnu Ungverjar 6-0 og endanleg staða var 13 - 4.
Þetta var svona eftir bókinni og við getum verið ánægð með að strákarnir sýndu mikinn karakter og voru vel inni í leiknum þar til í síðasta leikhluta, það er nú betra en bjartsýnustu menn þorðu að vona.
Á morgun leikum við síðan við Spán og eigum miðað við önnur úrslit í mótinu að eiga góðan möguleika á að leggja þá ef við náum okkar besta leik.
Þannig að á morgun er það skylda okkar að senda jákvæða strauma út og hugsa vel til þeirra. ÁFRAM ÍSLAND...