Styttist í að leikir verði í beinni á netinu.

Í kvöld barst ÍHÍ hugbúnaðurinn sem að sér um að leikir verði í beinni útsendingu á netinu, þegar er hafin vinna við það að setja gögn inn í kerfið og ef að allt gengur að óskum er mögulegt að leikir helgarinnar verði í beinni á netinu, fer það eftir því hvernig prófanir annað kvöld og laugardagsmorgun ganga.

Þetta kerfi er hannað af danska forritaranum og (hokkídómaranum) Claus Fonnesbech Christensen fyrir danska íshokkísambandið. ÍHÍ keyrði prufu útgáfu af þessu forriti á síðustu leiktíð og tókst það með ágætum, kerfið var endurskrifað í sumar. Nokkur bið hefur verið á því að við höfum fengið okkar útgáfu á meðan að verið var að komast hjá barnasjúkdómum sem að komu upp í upphafi tímabils í Danmörku.

Vonandi tekst okkur að koma kerfinu í gang um helgina, ef að það gengur verður mfl, kvenna, 2. og 3. flokkur karla settir inn í kerfið á næstu vikum.