Stór dagur í íshokkí.

Segja mega að í dag sé stór dagur í íshokkíhreyfingunni. Þriðji leikurinn í úrslita keppni karla fer fram í Skautahöllinni í Laugardal og eins og flesti vita leika lið Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á staðinn. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta horft á leikinn í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Staðan í einvíginu er jöfn, bæði lið hafa unnið einn leik og því allt opið ennþá um hverjir taka íslandsmeistaratitilinn þetta árið og breytir þá engu hvernig kærumál það sem nú er rekið fyrir dómstólum fer.

Í kvennahokkíinu er u.þ.b. að hefjast síðasti leikur íslenska liðsins og að þessu sinni eru það Eistar sem íslenska liðið mætir. Að sjálfsögðu ætla stelpurnar sér sigur í leiknum og enda keppnina með fullu húsi stiga. Eins og áður má fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á netinu og er tengillinn hér hægra meginn síðunni.

HH