Á síðasta ári náði SR að tryggja sér deildarmeistaratitilinn á síðustu metrunum í deildarkeppninni. SA stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir hörku spennandi úrslitakeppni. Leikurinn í kvöld verður áhugaverður um hvort að SA náði að tryggja sér efsta sæti deildarinnar og um leið heimaleikjaréttinn margfræga. SR-ingar sem hafa ekki átt sjö dagana sæla í vetur stefna á að velja SA-mönnum vel undir uggum og veita þeim verðuga keppni.
Á lauardag mætast kvennalið Ynja og SR norðan heiða og er það síðastli leikur deildarkeppni kvenna. Síðar um sama kvöld munu 2. flokkar SA og SR etja kappi.