SR dregur kæru sína gegn Birninum til baka.


ÍHÍ barst afrit af eftirfarandi bréfi í dag.


Reykjavík 02.05.05

Til Dómstóls ÍSÍ

Hr. Halldór Frímannsson

Með bréfi þessu dregur Skautafélag Reykjavíkur (SR), íshokkídeild, til baka kæru sína á hendur skautafélaginu Birninum vegna leikmanns er Björninn tefldi fram í leik liðanna 01.03.05. Þann 28.04.05. s.l. fjallaði dómstóll ÍSÍ um kæru Skautafélags Akureyrar gegn Birninum vegna sama leikmanns í tveimur innbyrðisleikjum þessara liða. Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði í þessu máli að umræddur leikmaður hafi ekki verið löglegur í þessum leikjum og því bæri Birninum að greiða fjársekt, samtals að upphæð kr. 150.000. Í ljósi þessa úrskurðar teljum við einsýnt að dómi í kæru SR á hendur Birninum muni falla á sama veg, þ.e. að umræddur leikmaður hafi einnig verið ólöglegur í leik Bjarnarins gegn SR.
Með úrskurði sínum í kæru SA gegn Birninum hefur dómstóll ÍSÍ tekið af öll tvímæli um túlkun reglugerða Alþjóða íshokkísambandsins um félagaskipti með þessum hætti, og því ættu slík mál ekki að koma upp aftur, hvorki hjá Birninum né öðrum félögum innan Íshokkísambands Íslands. SR telur hins vegar að ekki þjóni frekari tilgangi að dæma Björninn í meiri fjársektir, fordæmið sé komið; slíkum fjármunum væri betur varið í annað þarfara, einsog  í barna- og unglingastarf. 


Með vinsemd og þökk
f.h. íshokkídeildar SR
Ólafur Þór Gíslason
Varaformaður.