06.04.2009
Einsog áður sagði tryggðu SA-stúlkur sér íslandsmeistaratitilinn um liðna helgi þegar þær unnur Bjarnarstelpur í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöldið og var æsispennandi og endaði með með sigri SA sem gerði 5 mörk gegn 4 mörkum Bjarnarins. Það voru þó Bjarnarstelpur sem höfðu forystuna í upphafi og virtust staðráðnar í að láta leikinn daginn eftir verða að hreinum úrslitaleik. Smátt og smátt komust SA-stúlkur inn í leikinn og skoruðu sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka.
Mörk/stoðsendingar SA:
Jónína Guðbjartsdóttir 2/0
Sarah Smiley 2/0
Birna Baldursdóttir 1/1
Hrund Thorlacius 0/1
Brottvísanir SA: 4 mín.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hanna R. Heimisdóttir 2/1
Flosrún V. Jóhannesdóttir 1/2
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Brottvísanir Björninn: 6 mín.
Þrátt fyrir að úrslitin í íslandsmótinu væru ráðin var síðari leikur liðanna ekkert síður spennandi en sá fyrri en bæði lið skoruðu eitt mark í fyrstu og annarri lotu. Bjarnarstúlkur tóku forystuna í bæði skiptin en SA jafnaði jafnharðan. Í þriðju lotunni gerðu SA-stúlkur tvö mörk gegn einu marki gestanna og niðurstaða leiksins var 4 – 3 SA í vil.
Mörk/stoðsendingar SA:
Sarah Smiley 2/1
Þorbjör Eva Geirsdóttir 1/0
Sólveig Smáradóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/1
Eva María Karvelsdóttir 0/1
Linda Sveinsdóttir 0/1
Brottvísanir SA: 6 mín.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/1
Sólveig Dröfn Andrésdóttir 1/0
Dace Liepina 1/0
Sigríður Finnbogadóttir 0/1
Flosrún V. Jóhannesdóttir 0/1
Brottvísanir Björninn: 4 mín.
Gaman er að sjá að markaskorun og stoðsendingar dreifast vel í leikjunum tveimur og er það til marks um að fleiri og fleir leikmenn eru að láta að sér kveða í kvennahokkíinu og vonandi er það bara byrjunin að því sem koma skal.
Sigurgeir Haraldsson tók myndina.
HH