22.02.2008
Skautafélag Akureyrar tók á móti Birninum á Akureyri í kvöld í 2. flokki. Björninn byrjaði betur og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en SA náði að minnka muninn í 2 - 1 skömmu fyrir lok 1. lotu. 2. lota var jöfn og hart barist á báða bóga en aðeins var eitt mark skorað og það voru heimamenn sem jöfnuðu.
SA var sterkari aðilinn í 2. lotu og skoraði 4 mörk gegn engu frá Birninum og lokastaðan því 6 - 2 SA vil. Það er nú þegar orðið ljóst að það eru SA og SR sem berjast um íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki. SA hefur nú 16 stig á móti 13 stigum SR, en SR á 2 leiki til góða. Úrslitin í þessum flokki munu því væntanlega ekki skýrast fyrr enn í allra síðustu leikjunum.
Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir Haraldsson