Ósigur gegn heimamönnum, 8 - 1.

Í kvöld spilaði U18 ára liðið okkar við Litháa.  Það er skemmst frá því að segja að okkar menn áttu ekki mikið í heimamenn sem léku við hvern sinn fingur.  Svo virtist sem íslenska liðið hafi mætt sofandi í leikinn því Litháar skoruðu þrjú mörk strax á fyrstu þremur mínútunum sem tók loftið úr okkar drengjum.  Fyrsta lotan fór 4-0 og sú næsta einnig og staðan því orðin 8 - 0 þegar þriðja lotan hófst.
 
Strákarnir mættu einbeittari til leiks í síðustu lotuna og velgdu Litháum undir uggum en heldur seint, úrslitin voru ráðin.  Þorsteinn Björnsson skoraði eina mark Íslands um miðbik lotunnar og lengi vel leit út fyrir strákunum tækist að vinna lotuna, en Litháar bættu við einu marki fyrir lok lotunnar - lokastaðan 9-1.
 
Liðið glímir enn við flensu og nokkrir strákar eru enn langt frá sínu besta af þeim sökum.  Dómararnir eru mjög strangir og t.a.m. fékk íslenska liðið 18 tveggja mínútna dóma í leiknum.  Aron Stefánsson var í lok leiks valinn besti leikmaður liðsins.
 
Á morgun eiga strákarnir frí en á laugardaginn verður enn einn erfiður leikur þegar liðið mætir Bretum sem voru að koma úr 1. deildinni.  Slagurinn um að halda sér uppi í deildinni er harður og eftir sigur Ástrala á Króötum í dag má ljóst vera að Mexíkó verður okkar helsti keppinautur.