24.01.2008
SR-ingar höfðu í gærkvöld sigur á Narfamönnum en leikurinn endaði með því að SR-ingar gerðu tólf mörk gegn þremur mörkum Narfamanna. Narfamenn náðu þó að hanga töluverðan tíma í SR-ingum og staðan eftir fyrsta leikhluta var 3 - 5, SR-ingum í vil. Heldur fór þó að síga á ógæfuhliðina í næstu tveimur lotum en í miðlotunni bættu SR-ingar tveimur mörkum við og í þeirri síðustu náðu þeir að setja fimm mörk. Það sem helst gladdi menn var þegar verðandi bæklunarlæknir Jón Ragnar Jónsson tók sig til og tjékkaði tékkann Daniel Kolar í liði SR. Öxlin á Jóni naut kælingar í töluverðan tíma á eftir en flestum þótti mikið til koma um kjark hans. Leikurinn var nú einn af betri leikjum sem ég hef séð með Narfanum þetta tímabilið enda mátuleg blanda af eldri og yngri leikmönnum í liðinu. Einstaka leikmaður ætti þó að íhuga að taka með sér góða skapið á leiki.
Mörk og stoðsendingar Narfa:
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Jón R. Jónsson 1/1
Sandri Gylfason 1/0
Sindri Sigurðsson 0/1.
Mörk og stoðsendingar SR:
Þórhallur Viðarsson 3/2
Stefán Hrafnsson 2/2
Egill Þormóðsson 2/2
Arnþór Bjarnason 2/1
Gauti Þormóðsson 1/4
Steinar Páll Veigarsson 1/2
Guðmundur R. Björgvinsson 1/0
Kári Valsson 0/1
Daníel Kolar 0/1
Gunnlaugur Karlsson 0/1