23.01.2007
Miðvikudaginn 24.01 klukkan 20.00 fer fram leikur milli SR-inga og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Bjarnarmenn sýndu það og sönnuðu um nýliðna helgi að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu SA-menn örugglega með því að skora sex mörk gegn fjórum mörkum norðanmanna. SR-ingar hafa á þessu tímabili haft nokkuð gott tangarhald á Bjarnarmönnum fyrir utan fyrsta leik liðanna sem Bjarnarmenn unnu næsta auðveldlega. Heyrst hefur að aganefnd hafi komið saman til fundar í dag og að bæði lið hafi misst menn í bann. Björninn ku þó hafa haft vinninginn á því sviðinu en spurning hver hefur vinninginn á svellinu í Laugardal. Semsagt skyldumæting í Laugardal á miðvikudagskvöld.
HH