Leikur kvöldsins.


Úr leik liðanna fyrr í vetur.                                                                      Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Leikur kvöldsins er leikur Bjarnarins og Víkinga og fer hann fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.30.

Fram til þessa hafa liðin mæst tvisvar sinnum á tímabilinu en í bæði skiptin fóru leikirnir fram á Akureyri. Björninn hafði sigur í fyrri leiknum 3 - 4 en í síðari leiknum unnu Víkingar með 4 mörkum gegn 2. Miðað við þessi úrslit má búast við hörkuspennandi leik í kvöld.

Leikurinn skiptir töluverðu máli fyrir bæði lið en með sigri væri Björninn kominn í góða stöðu en liðið hefur fram að þessu einungis tapað einum leik af þeim átta sem það hefur spilað. Víkingar hafa tapað tveimur leikjum af þeim sjö sem þeir hafa spilað og með sigri myndu þeir bæta stöðu sína verulega. 

Flestir leikmenn beggja liða eru heilir heilsu en þó er vitað að Richard Tahtinen verður ekki með Bjarnarmönnum vegna meiðsla og þjálfarinn Dave MacIsaac er fjarverandi. Ekki er vitað um nein meiðsli í liði Víkingum.

Ef allt fer samkvæmt áætlun verður leikurinn bæði í textalýsingu og á BjörninnTv þannig að þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með þar.

HH