Leikur kvöldsins - umfjöllun.

Í gærkvöld léku lið SR og Bjarnarnins í meistaraflokki karla, leikurinn fór fram í Laugardal og fór svo að SR-ingar unnu leikinn með átta mörkum gegn fjórum. Segja má að leikurinn hafi byrjað fjörlega því áður en sex mínútur voru liðnar höfðu verið skoruð þrjú mörk. Sergei Zak reið á vaðið fyrir Bjarnarmenn en Úlfar Jón Andrésson og Þorsteinn Björnsson svöruðu fyrir heimamenn. SR-ingar náðu síðan að bæta við einu marki fyrir hlé og var þar að verki Daniel Kolar. SR-ingar voru heldur sókndjarfari þennan leikhlutan en þeir áttu 17 skot að marki gegn 11 skotum Bjarnarmanna. Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn nokkuð og endaði sá leikhluti með þvi að bæði lið skoruðu tvö mörk en þar voru að verki Birgir Hansen og Hjörtur Geir Björnsson fyrir Bjarnarmenn en fyrir SR-inga skorðuðu fyrrnefndur Daniel og Svavar Rúnarsson, skot á mark voru ellefu mörk gegn tíu SR-ingum í vil. Síðasta leikhlutann unnu svo SR-ingar einsog þann fyrsta með þremur mörkum gegn einu. Það sem vekur kanski helst athygli þar er að Bjarnarmenn höfuðu yfir í skotum á mark en þeir settu sextán skot á mark gegn fimmtán skotum SR-inga en það dugði bara ekki Bjarnarmönnum í þetta sinn. Einsog sjá má hér að neðan dreifðust mörk og stoðsendingar nokkuð mikið á leikmenn beggja liða
Mörk/stoðsendingar SR:

Daniel Kolar 2/0
Þorsteinn Björnsson 1/2
Mirek Krivanek 1/2
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Svavar Rúnarsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Þórhallur Viðarsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/3
Gauti Þormóðsson 0/1

Brottvísanir SR: 34 min

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sergei Zak 2/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Birgir Hansen 1/0
Vilhelm Már Bjarnason 0/1

Brottvísanir Björninn: 28 mín.

HH