02.02.2009
Skautafélag Akureyrar gerði góða ferð í bæinn á laugardagskvöldið þegar það vann Skautafélag Reykjavíkur í Laugardalnum. Leikurinn endaði með því að SA gerði sex mörk gegn tveimur mörkum SR-inga. Sigurinn SA-manna var enn sætari vegna þess að í liðið vantaði óvenju marga byrjunarliðs menn. Sem dæmi má nefna að tveir af þremur markahæðstu leikmönnum SA, þeir Josh Gribben og Jón B. Gíslason voru ekki með, en þeir hafa skorað tæplega helming marka liðsins hingað til.
En að leiknum sjálfum því segja má að norðanmenn hafi gert út um leikinn strax í fyrsta þriðjung. Strax á fjórðu mínútu kom Stefán Hrafnsson þeim yfir og stuttu síðar bætti Orri Blöndal við marki með góðu skoti frá bláu línunni. Staðan þvi orðin 0 – 2 og SR-ingar nokkuð slegnir útaf laginu. Á 15. mínútu jók Stefán enn við forystu norðanmanna með laglegu marki eftir að hann komst einn í gegn. Áður en lotan var liðin jók Andri Sverrisson síðan enn forystu norðanmanna og staðan því 0 – 4 norðanmönnum í vil eftir fyrstu lotu.
SR-ingar hófu aðra lotu af krafti með marki frá Agli Þormóðssyni en norðanmenn voru fljótir að svara fyrir sig með mörkum frá Sigurði S Sigurðssyni og Andra Sverrissyni. Staðan því orðin 1 – 6 eftir aðra lotu.
Í þriðju lotu náðu SR-ingar að rétta sinn hlut með marki frá Steinari Páli Veigarssyni en þar við sat.
Eins og áður sagði gerðu leikmenn SA út um leikinn strax í fyrstu lotu og voru allan tímann með leikinn í hendi sér. Að sama skapi áttu SR-ingar á brattann að sækja og því ekkert annað fyrir þá að gera en að gleyma þessum leik sem fyrst og snúa sér að þeim næsta.
Lotur 0 – 4, 1 – 2, 1 – 0.
Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Daniel Kolar 0/1
Brottvísanir SR: 42 mín
Mörk/stoðsendingar SA:
Stefán Hrafnsson 2/1
Andri Sverrisson 2/0
Sigurður S Sigurðsson 1/3
Orri Blöndal 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Steinar Grettisson 0/1
Rúnar F. Rúnarsson 0/1
Brottvísanir SA: 28 mín.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH