Það vakti athygli í leik Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í 2. flokki sem leikinn var í gærkvöld að mikið var um að leikmenn höfðu ekki tileinkað sér
þær nýju reglubreytingar sem kynntar voru hér á síðunni fyrir um fimm dögum eða svo. Sjálfsagt er það bæði vegna þess að menn er öðru vanir en líka að þeim er ekki kunnugt um þær. Ástæða er til að hvetja leikmenn og þjálfara til að kynna sér þessar breytingar vel svo öll lið nái að tileinka sér breytingarnar sem fyrst.
Og fyrst við erum byrjuð að ræða leikinn þá koma hér markaskorarar liðanna en leikurinn endaði með sigri Bjarnarins sem gerði 8 mörk gegn 3 mörkum SR-inga:
Mörk SR:
Andri Þór Guðlaugsson 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/1
Óskar Grönholm 1/0
Jón Reyr Jóhannesson 0/1
Brottvísanir: 6 mín.
Mörk Björninn:
Matthías S. Sigurðsson 2/1
Brynjar Bergmann 2/0
Ólafur Hrafn Björnsson 2/0
Einar Sveinn Guðnason 1/2
Daniel Vaiman 1/0
Falur Guðnason 0/2
Arnar Bragi Ingason 0/1
Brottvísanir: 22 mín.
Myndina tók Ómar Þór Edvardsson
HH