Leikur gærkvöldsins.

Í gærkvöld léku Björninn og Skautafélag Akureyrar fyrri leik sinn um þessa helgi. Leikurinn hófst með mikilli flugeldasýningu því Akureyringar voru innan við mínútu að skora fyrsta markið og var þar á ferðinni Stefán Hrafnsson. Brynjar Freyr Þórðarson svaraði fyrir Björninn þegar um sjö mínútur voru liðnar af leiknum með góðu marki eftir stoðsendingu frá Sergei Zak. En norðan menn svöruðu strax fyrir sig með tveimur mörkum á sömu mínútunni. Þar voru á ferðinni Josh Gribben og Andri Sverrison en fyrrnefndur Josh átti stoðsendinguna í marki Andra. Þegar fimm mínútur liðu þriðjunginn bætti Micheal Boudreau við fjórða marki norðanmann og staðan því 1 – 4 þegar flautað var til leikhlés. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á að sækja en sóknarþungi norðanmanna var þó öllu meiri. Ekkert mark var hinsvegar skorað og því óbreytt staða þegar flautað var til þriðju og síðustu lotunna. Strax í upphafi 3ju lotu nýttu Bjarnarmenn sér að vera manni fleiri. Markið skoraði Trausti Bergmann eftir stoðsendingu frá Gunnari Guðmundssyni. Fimm mínútum síðar nýttu Bjarnarmenn sér aftur að vera manni fleiri á ísnum og að þessu sinni var það Úlfar Jón Andrésson sem skoraði. Staðan því orðin 3 – 4 og tíu mínútur eftir af leiknum. Þrátt fyrir ákafa sókn Bjarnarmanna náðu þeir ekki að jafna leikinn og endaði hann einsog áður sagði 3 – 4 Skautafélagi Akureyrar í vil. Leikurinn var spennadi allt fram á síðustu mínútu og því engin ástæða til annars en að mæta á seinni leikinn sem fram fer í kvöld klukkan 19.00. Þeir sem komast ekki á leikinn ættu að geta fylgst með meistarflokksleiknum hér.

Lotur fór 1 – 4, 0 – 0, 2 - 0

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Freyr Þórðarson 1/0

Trausti Bergmann 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1

Sergei Zak 0/1
 
Brottrekstrar Björninn: 14 mín



Mörk/stoðsendingar SA:

Josh Gribben  1/1
Andri Sverrisson 1/0

Stefán Hrafnsson 1/0
Micheal Boudreau 1/0

Sigurður S Sigurðsson 0/1


Brottrekstrar SA:  49 mín

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH