21.09.2008
Það er ekki hægt að segja að bein útsending okkar frá leik dagsins hafi gengið sem skyldi. En þó útsendingin hafi ekki klárast þá kláraðist leikurinn. Eins og flestir vita voru það norðanmenn í SA sem fengu Bjarnarmenn í heimsókn og til að gera langa sögu stutta þá sigruðu heimamenn með 4 mörkum gegn 2 mörkum gestanna. Lotur fóru 1 - 2, 0 - 0 og sú síðasta fór 3 - 0.
Mörk/stoðsendingar SA:
Stefán Hrafnsson 1/1
Hilmar Leifsson 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Sigurður Sigurðsson 0/2
Jón B. Gíslason 0/1
SA utan vallar: 30 mín.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Birgir Hansen 1/0
Einar S. Guðnason 1/0
Carl Jónas Árnason 0/1
Björninn utan vallar 20 mín.
Þess má geta að sömu lið áttust við í 3ja flokki karla og þar unnu gestirnir úr Birninum en þeir gerðu 8 mörk gegn 3 mörkum heimamanna.
HH