17.09.2008
Alltaf er eitthvað um það íslenskir leikmenn fari erlendis að leika hokkí. Nú eru sex leikmenn sem ég man eftir í fljótu bragði bæði austan og vestanhafs. Sá síðasti til að bætast í hópinn er Róbert Freyr Pálsson unglingalandsliðsmaður úr Birninum sem hélt vestur um haf til að reyna fyrir sér. Í gær heyrði ég að æfingar væru nýhafnar í skólanum hjá Gauta Þormóðs og Orri Blöndal er að æfa og spila í Svíþjóð. Einnig eru í Svíþjóð þær Hrund Thorlacius og Anna Sonja Ágústsdóttir. Auk fyrrnefndra hafa Rúnar og Jónas Breki verið töluverðan tíma í Danmörku og Birkir Árnason SA-maður er komin í nám á sama stað og stefnir að því að spila. Það væri nú gaman ef einhverjir þessara leikmanna sendu póst á okkur, segðu aðeins frá hvað þeir eru að gera með liðum sínum. Hversu oft er æft og spilað og bara allt það helsta er viðkemur hokkílífinu í útlandinu.
HH