06.10.2008
Einsog sagt var frá hér fyrr í vetur verða lögð leikmannapróf fyrir alla leikmenn sem spila í íslandsmóti frá 4. flokki og uppúr. Prófið er nú tilbúið til dreifingar og í vikunni verður gerð tilraun hjá einhverjum flokk. Með prófinu vill ÍHÍ og aðildarfélög þess gefa leikmönnum kost á að sjá hvar þeir standa í reglukunnáttu í leiknum en einnig auka áhuga þeirra á því að kynna sér leikinn enn betur. Prófspurning gæti t.d. litið svona út:
Í hvaða eftirtöldum tilvikum er ekki frysting?
o Þegar liðið sem skýtur pekkinum er leikmanni færra vegna refsinga
o Þegar pekki er skotið yfir ísinn þegar jafnt er í liðinum og pökkurinn er ekki snertur á leið sinni.
o Þegar pökkurinn fer í gegnum markteiginn
o Þegar markmaður skautar í átt að pekkinum.
Prófið er haft einfalt og tekur um 15 mínútur að taka það.
Myndina tók Jakob Fannar Sigurðsson
HH