Leikir helgarinnar.

Um helgina kemst íshokkílíf á suðvesturhorninu í samt lag en síðasta helgi fór öll fram á norðurlandi vegna Norðurlandamóts í listdansi. Í kvöld fer fram leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 21:00. Bjarnarmenn eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppni þessa árs en til að svo megi verða mega Bjarnarmenn ekki misstíga sig á leiðinni. Bæði lið ættu að vera ágætlega mönnuð, Bjarnarmenn eru reyndar án Lauri Iso-Antilla sem er meiddur og Kolbeins Sveinbjarnasonar sem hefur tekið sér frí frá íþrótinni í bili. Ekki er annað vitað en að norðanmenn mæti með sitt sterkasta lið en eitthvað hafði heyrst um að tékkarnir ættu ekki heimangengt þessa helgina. Á morgun er svo spilaður hluti 4. flokks móts en dagskrá þess má sjá hér en þessi hluti mótsins er spilaður bæði á laugardag og sunnudag einsog sjá má. Á sunnudaginn klukka 15.00 er svo seinni leikur Bjarnarins og SA og hefst hann klukkan 15.00. Ástæða er að hvetja fólk til að mæta og sjá skemmtilegt íshokkí.

HH