27.01.2008
Tveir leikir fóru fram um helgina en þá tóku Bjarnarmenn sig til og ferðuðust í leiðindaveðri norður til Akureyrar þar sem þeir öttu kappi við lið Skautafélags Akureyrar.
Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöldið og endaði með sigri SA-manna sem skoruðu sex mörk gegn fjórum mörkum gestanna úr Birninum. Lotur fóru 2 - 0, 3- 1 og 1 - 3. Í byrjun virtist langt ferðalag sitja í Bjarnarmönnum því því eftir rúmlega þrjátíu mínútur voru þeir komnir fjórum mörkum undir. Tomas Fiala fór þá mikinn í liði SA-manna með því að skora þrjú mörk og eiga eina stoðsendingu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 2 - 0 heima mönnum í vil og eftir annan leikhluta 5 - 1. Í liði Bjarnarmanna fór Aron Leví markvörður hinsvegar mikinn þrátt fyrir mörkin sem hann fékk á sig en einnig vakti athygli að Viktor Höskuldsson var aftur kominn í lið Bjarnarmanna og mun hann án efa styrkja hjá þeim vörnina þegar fram í sækir.
Mörk og stoðsendingar SA:
Tómas Fiala 3/2
Jakub Koci 1/5
Jón B. Gíslason 1/1
Steinar Grettisson 1/0
Sigurður Sigurðsson 0/1
Brottvikningar SA: 20 mín.
Mörk og stoðsendingar Björninn:
Birgir Hansen 1/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Sergei Zak 1/0
Arnar Bragi Ingason 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Brottvikningar Björninn: 20 mín.
Seinni leikurinn milli sömu liða fór fram á laugardeginum og var sá leikur öllu jafnari en leikurinn kvöldið áður. Tékkarnir í liði SA-manna voru ekki jafn áberandi og í fyrri leiknum og dreifðist markaskorun jafnar á liðið. Í Bjarnarliðinu vakti sérstaka athygli ungur leikmaður sem örugglega á eftir að setja svip sinn á íshokkí í framtíðinni en það er Arnar Bragi Ingason sem setti tvö mörk og var fyrra markið sérlega glæsilegt. Sannarlega framtíðarefni á ferðinni og ekki ólíklegt að landsliðsþjálfari U18 liðsins jafnt sem aðstoðarþjálfarinn hafi þótt nokkuð til koma.
Mörk og stoðsendingar SA:
Jón B. Gíslason 1/1
Sigurður Sigurðsson 1/1
Sigmundur Sveinsson 0/1
Birkir Árnason 1/0
Tomas Fiala 1/1
Jakub Koci 1/0
Björn Már Jakobsson 0/1
Brottvikningar SA: 10 mínútur.
Mörk og stoðsendingar Bjarnarins:
Sergei Zak 2/1
Arnar Bragi Ingason 2/0
Hjörtur Geir Björnsson 0/1
Birgir Hansen 0/1
Brottvikningar Bjarnarins: 12 mínútur.
Um næstu helgi koma SA-mann suður yfir heiðar og leika tvo leiki gegn SR-ingum og ég held að það sé hægt að lofa spennandi leikjum.
HH