Kvennalandsliðið - Amager Jets.

Íslenska kvennalandsliðið lék síðari leik sinn gegn Amager Jets í Egilshöllinni í gærkvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en endaði með sigri Amager Jets sem skoruðu fjögur mörk gegn þremur mörkum íslenska liðsins. Þetta var annar leikur liðanna á jafn mörgum dögum en þeim fyrri lauk með sigri íslenska liðsins sem skoraði sjö mörk gegn fjórum mörkum gestanna. Lotur leiksins í gærkvöld fóru 1-2, 2 – 0 og 0 – 2.
 
Mörk/stoðsendingar Íslands:

Guðrún Blöndal 2/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/2
Anna Sonja Ágústsdóttir  0/1
Hanna Rut Heimisdóttir 0/1

 
Brottvikningar: 10 min.
 
Mörk/stoðsendingar Amager Jets:

Jessica Nilsson 3/1
Lydia Wretlind 1/1
Malin Sivhed 0/1

Brottvikningar: 8 min.

Dómari var Snorri Gunnar Sigurðarson en línudómarar Styrmir Snorrason og Daníel Freyr Jóhannsson.

Öðrum starfsmönnum leikjanna eru þökkuð vel unnin störf.

Svo vonum við bara að þessir tveir æfingaleikir nýtist stelpunum vel í komandi keppni en nk. föstudag halda þær út til Rúmeníu til keppni í 4. deild HM sem fer fram á vegum Alþjóða íshokkísambandsins.

HH