05.04.2011
Gísli Valtýsson 14 ára íslendingur hefur æft og spilað íshokkí í Svíþjóð með góðum árangri undanfarin ár. Liðið hans Brooklyn Tigers P97 eru núna deildar og bikarmeistarar í norður Svíþjóð.
Þetta eru strákar fæddir 97 sem geta nú stoltir sagt að þeir séu bestir í norður Svíþjóð en í norður Svíþjóð búa álíka margir og á Íslandi.
Í bikarleiknum unnu þeir lið Sunderbyn SK með 6 mörkum gegn 3.
Gísli hefur einnig verið valinn í lið Norrbotten til að taka þátt í TV-Pucken sem er eitt stærsta íshokkímót sem haldið er fyrir 15 ára og yngri í Svíþjóð.
HH