Fyrstu leikirnir í hokkíhelginni að þessu sinni hefjast klukkan 08.00 í Egilshöllinni með þremur leikjum sem allir hafa geysilega þýðingu fyrir þá sem leika þá. Um er að ræða D&C mótið í 5; 6. og 7. Flokki en fjólmargir leikir eru á dagskrá í mótinu.
Það verður einnig leikið í meistaraflokki karla þessa helgin en tveir leikir eru á dagskránni.
Fyrri leikurinn fer fram á Akureyri á morgun, laugardag, en þar er toppslagur SA Víkinga og UMFK Esju og hefst sá leikur klukkan 17.30. Heimamenn hafa, einsog og stundum áður, verið að bæta jafnt og þétt við sig þegar liðið hefur á tímabilið en liðið er nú einu stigi á eftir Esju. Esja á hinn bóginn jafnt og þétt náð inn stigum en þó mest átt í ströggli með Víkinga í undanförnum leikjum. Heimamenn í Víkingum eru án Hafþórs Andra Sigrúnarsonar sem er meiddur og hjá Esju vantar Andra Frey Sverrisson sem er í leikbanni.
Í Egilshöllinni mætast, einnig á morgun laugardag, klukkan 18.30 lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur. Þar má einnig eiga von á spennandi leik því einu stigi munar á liðunum og síðustu leikir þeirra verið æsispennandi. Heimamenn í Birninum verða án Ryley Egan sem er í leikbanni en á móti kemur að nýr erlendur leikmaður, Charles Williams leikur með liðinu.
Dagskrá D&C barnamótsins má finna hérna.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH