Helgin var hin skemmtilegasta hjá íshokkíáhugamönnum og ekki síst hjá börnunum í 5, 6 og 7. flokki en Laugardalsmótið fór fram um helgina. Mót þetta var SR-ingum til mikils sóma, vel skipulagt og ágætlega á áætlun. Það var ekki síður til sóma þeim krökkum og aðstandendum þeirrra sem mættu til keppni. Þess má geta að þetta er fjölmennasta mót sem haldið hefur verið hjá þessum flokkum og ef fer fram sem horfir verður að fara að kljúfa 5. flokkinn frá hinum tveimur til að hægt sé að koma mótinu fyrir. Ómar Þór Edvardsson sendi okkur nokkuð að myndum svosem eins og þá sem sjá má með þessari frétt. Myndirnar allar má svo finna undir tenglinum "Myndir úr starfinu" og ef einhverjir hafa fleiri myndir þá er þeim velkomið að senda þær á
ihi@ihi.is.
Á föstudagskvöldið léku lið Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 2 fl. karla og lauk leiknum með sigri SR-inga sem skoruðu 5 mörk gegn 3 mörkum norðanmanna (3-1), (1-2), (1-0).
Mörk og stoðsendingar SR:
Pétur Maack 2/0
Egill Þormóðsson 1/2
Gunnlaugur Karlsson 1/0
Styrmir Friðriksson 1/0
Andrí Þór Guðlaugsson 0/1
Kristján Friðrik Gunnlaugsson 0/1
Sindri Sigurjónsson 0/1
Þorsteinn Björnsson 0/1
Mörk og stoðsendingar SA:
Orri Blöndal 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Aron Böðvarsson 1/0
Hilmar Leifsson 0/1
Á laugardagskvöldinu léku síðan Bjarnarmenn gegn Skautafélagi Akureyrar og var það einnig í öðrum flokki. Leiknum lauk með sigri norðanmanna sem skorðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarmanna. Markaskorarar koma síðar í dag.
Mörk og stoðsendingar Björninn:
Gunnar Guðmundsson 1/0
Matthías S. Sigurðusson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Gunnlaugur Þorsteinsson 0/1
Mörk og stoðsendingar SA:
Hilmar Freyr Leifsson 2/0
Jóhann Leifsson 1/1
Björn Svavarsson 1/0
Andri Sverrisson 0/2
Aron Böðvarsson 0/1
HH