Á mánudaginn n.k. 13. apríl, hefst Heimsmeistaramót karla í íshokkí, 2. deild A-riðill hér í Reykjavík. Auk Íslands eru þátttökuþjóðirnar Ástralía, Belgía, Serbía, Rúmenía og Spánn. Mótið fer fram í Laugadalnum og fyrsti leikur mótsins verður á milli Spánverja og Ástrala kl. 13:00 á mánudaginn. Aðalleikur dagsins verður hins vegar formlegur opnunarleikur mótsins þegar Íslands tekur á móti Belgíu kl. 20:00. Annars er dagskráin hjá íslenska liðinu eftirfarandi:
Mánudagur Ísland - Belgía kl. 20:00
Þriðjudagur Ísland – Serbía
Fimmtudag Íslands – Spánn
Föstudagur Ísland – Ástralía
Sunnudagur Ísland - Rúmenía
Allir leikir íslenska liðsins hefjast kl. 20:00 og það þarf vart að taka það fram stuðningur á heimavelli hefur gríðarlega mikið að segja á mótum sem þessum og því mikilvægt að við fyllum húsið. Miðaverð á leikina er kr. 1.500.- og eru þeir aðeins seldir við innganginn – frítt fyrir 15 ára og yngri.
Allar frekari upplýsingar um mótið og beinar veflýsingar má nálgast hér á vef Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF)