23.04.2004
Á morgun 24. apríl hefst heimsmeistaramótið í íshokkí karla í Tékklandi. Leikið er í tveim borgum Prag og Ostrava. Undanúrslit og úrslit verða síðan leikin í Prag.
Á morgun verða eftirtaldir leikir. (tímasetningar eru á Tékkneskum tíma)
Sat, 24.04 12:15:00 D France Austria Prague
Sat, 24.04 12:15:00 B Slovakia Ukraine Ostrava
Sat, 24.04 16:15:00 A Latvia Czech Republic Prague
Sat, 24.04 16:15:00 C Denmark Sweden Ostrava
Sat, 24.04 20:15:00 A Germany Kazakhstan Prague
Sat, 24.04 20:15:00 B Finland USA Ostrava
Það eru þarna athyglisverðir leikir eins og frændaslagurinn Danmörk Svíþjóð í C riðli, eru Danirnir orðnir nógu öflugir til þess að standa í Svíum, en Svíar hafa verið í svolitlum vandræðum með að kalla saman sitt sterkasta lið, má í því sambandi nefna að Markus Naslund, Mattias Ohlund, Henrik Sedin og Daniel Sedin hafa allir hafnað því að leika með landsliði Svía vegna meiðsla og annarra persónulegra ástæðna. Hinsvegar virðist sem Michael Nylander sem leikur með Boston Bruins sé búinn að jafna sig á fótbroti frá upphafi tímabils og er það jákvætt fyrir Svía. Víst er að Danir eiga undir högg að sækja með að tryggja tilveru sína meðal þeirra bestu. Enn í síðustu keppni gerðu þeir jafntefli við Heimsmeistara Kanada 2-2 og unnu Bandaríkjamenn 5-2 og voru spútnik lið keppninnar, nú vita hin liðin að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
Síðan er rétt að benda á Finnland og Bandaríkin í B riðli en víst er að Bandaríkjamenn vilja ekki fá sömu útreið og í síðustu keppni en mikið hefur gengið á í herbúðum þeirra nú síðast var það Scott Gomez sem leikur með New Jersey Devils sem tilkynnti á síðasta föstudag að hann mundi ekki leika með liðinu og bar hann fyrir sig persónulegum ástæðum.
Rétt er að benda hokkíáhugafólki á síðu IIHF www.iihf.com sem er helguð þessu móti á meðan á því stendur. Þar er hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu á netinu.
Næstu vikur verður sannkölluð hokkíveisla........