Eitt og annað.

Helgin framundan í íshokkí fer öll fram á norðurlandi, nánar tiltekið í Skautahöllinni á Akureyri. Dagskráin samanstendur af leikjum í meistaraflokki kvenna og æfingum karlalandsliðs og U18 landsliðs okkar.

SA-stelpur munu einsog kemur fram í dálknum hérna hægra meginn taka á móti stúlkunum úr Birninum bæði á föstudegi og laugardegi. Norðanstelpur hafa haft nokkurra yfirburði þennan veturinn en þó hefur bilið milli þeirra og Bjarnarstelpna verið að minnka jafnt og þétt.

Einsog kom fram hérna fyrir ofan eru karlalandsliðið okkar og U18 ára liðið okkar með æfingar fyrir norðan. Liðin munu meðal annars leika við hvort annað en sja má dagskránna og hverjir hafa verið valdir til að taka þátt og annað sem viðkemur þessari helgi á tenglum karlalandsliðsins og U18 ára liðsins.

Eins og sagt var frá í fréttinni hér á undan fór fram 3ja flokks mót í Egilshöllinni um síðastliðna helgi. Mótið fór vel fram og var aðstandendum til mikils sóma. Þegar litið er á stigatöfluna á forsíðunni hjá okkur má sjá að Bjarnarmenn eru komnir með gott forskot á hin liðin. Reyndar svo gott forskot að þau eiga ekki lengur möguleika á að ná þeim þrátt fyrir að eitt mót sé eftir. Við óskum Bjarnarmönnum að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn.

HH