Eitt af því sem okkur áskotnast sem betur fer öðru hvoru er efni sem erlend íshokkí sambönd eða Alþjóða Íshokkísambandið (IIHF) gefa út. Oftast er um að ræða efni frá hinum stærri samböndum sem vel er vandað til og má nýta á margann hátt. Í sumar eignuðumst við safn með fjórum diskum frá Sænska íshokkísambandinu en safnið samanstendur af diskum um eftirfarandi efni:
- kylfutækniæfingar
- afísæfingar fyrir leikmenn
- markmannsdisk
- dómaradisk
Eintak af diskunum hefur verið sent norður yfir heiðar og einnig höfum við verið að sýna þetta hérna fyrir sunnan.
Annan disk fengum við en honum fylgdu einnig mælitæki sem sjá má á myndinni hér að ofan. Þetta efni kom frá IIHF og þarna er á ferðinni kynning á því hvernig nákvæmlega skal mæla markmannsgalla. Hér er um heilmikið efni að ræða og nákvæmlega farið yfir hvernig staðið skal að verki.
Þeir sem hafa áhuga á efninu er velkomið að hafa samband við mig á
ihi@ihi.is.
HH