28.04.2005
Þrjú dómsmál hafa verið rekin fyrir dómstól ÍSÍ síðustu vikur og fjalla þau um hlutgengi leikmannsins Daða Arnar Heimissonar. Dómur er fallin í 2 af þessum málum eða þeim málum þar sem að SA var kærandi. Hið þriðja kæra SR verður dómtekið í næstu viku, búast má við sambærilegri niðurstöðu þar sem málin eru sambærileg.
Dómsorð:
Leikur Skautafélagsins Bjarnarins gegn Skautafélagi Akureyrar, íshokkídeild, sem fram fór 26. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 6-8 þar sem Skautafélagið Björninn var heimalið, dæmist tapaður með markatölunni 0-10 og skulu mörk Skautafélagsins Bjarnarins þurrkast út. Jafnframt er lagt fyrir ÍSS að sekta Skautafélagði Björninn um kr. 75.000,-
Dómsorð:
Leikur Skautafélagsins Bjarnarins gegn Skautafélagi Akureyrar, íshokkídeild, sem fram fór 27. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 2-3 þar sem Skautafélagið Björninn var heimalið, dæmist tapaður með markatölunni 0-10 og skulu mörk Skautafélagsins Bjarnarins þurrkast út. Jafnframt er lagt fyrir ÍSS að sekta Skautafélagði Björninn um kr. 75.000,-
Dómarnir eru birtir hér fyrir neðan í heild sinni.
Ár 2005, fimmtudaginn 28. apríl kl. 12.00, er dómþing Dómstóls Íþrrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) haldið af Halldóri Frímannssyni dómara í dómstól ÍSÍ.
Fyrir er tekið:
Mál nr. 1 /2005
Skautafélag Akureyrar, íshokkídeild
gegn
Íþróttafélaginu Birninum.
Í málinu er kveðinn upp svofelldur
DÓMUR
I
Mál þetta er höfðað með kæru Íþróttafélags Akureyrar, íshokkídeild mótekinni á skrifstofu ÍSÍ 4. mars s.l.
Íþróttafélagið Björninn er kært fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann í leik liðanna sem fram fór 26. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 6-8 þar sem kærði lék sem heimalið. Umræddur leikmaður er nr. 16 og heitir Daði Örn Heimisson, kt. 230883-5569.
Kröfur kæranda.
“Að mörk Bjarnarins þurrkist út í leik liðsins gegn Skautafélagi Akureyar laugardaginn 26.02.2005, og liðið tapi leiknum með tíu mörkum sbr. reglugerð ÍSS nr. 3.1. og að liðið skuli dæmt til greiðslu sektar sbr. reglugerð ÍSS nr. 3.5.”
Kröfur kærða.
Kærði fer fram á sýknu.
Halldór Frímannsson dómari í Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fékk mál þetta til afgreiðslu 7. mars s.l. ásamt öðru máli milli sömu aðila vegna leiks liðanna sem fram fór daginn eftir, þ.e. 27. febrúar s.l. Ljóst var að úrslit málanna höfðu ekki áhrif á úrslit í Íslandsmótinu í íshokkí og sökum anna dómara var ákveðið að þingfesta málin sitt í hvoru lagi 15. apríl s.l. og flytja þau munnlega og var þetta mál þingfest fyrst. Aðilar málsins óskuðu ekki eftir að leiða fram vitni í málinu.
Við þingfestingu málsins voru eftirtalin skjöl lögð fram. Nr. 1 kæra dags. 3. mars 2005, móttekin 4. mars á skrifstofu ÍSÍ, ásamt fylgiskjölum. Nr. 2 greinargerð kærða, dags. 16. mars 2005. Nr. 3 International Transfer Regulations.
Hokkííþróttin var deild innan Skautasambands Íslands (ÍSS) fram í nóvember s.l. þar til Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) var stofnað og gilda allar reglurgerðir ÍSS sem eiga við hokkí fyrir nýja sambandið.
II
Í kæru er málavöxtum lýst þannig: “Leikmaður kærða nr. 16 í fyrrgreindum leik, Daði Örn Heimisson, hefur ekki öðlast leikheimild til þátttöku í Íslandsmótinu í íshokkí eftir að hann fór á alþjóðlegu félagaskiptaleyfi (International Transfer Card eða ITC) skv. reglum Alþjóðaíshokkísambandsins, fyrr á þessu leiktímabili, og spilaði með liðinu Aarhus Eliteishockey í dönsku 1. deildinni.”
Kærði fer fram á sýknu í greinargerð sinni. Rök kærða eru m.a: “Nú í fyrsta sinn í sögu ÍHÍ reynir á ákvæði liðar 7.3 reglugerðar 10. Tilgangurinn með greininni var að auðvelda leikmönnum sem fara að leika erlendis að koma heim aftur og leika með sínu heimaliði.” ……………”Transferkort hans á því að gilda það tímabil sem hann leikur með liði erlendis og fellur sjálfkrafa niður er leiktímabili lýkur.”................. “Beðið var um að danska félagið sendi ÍHÍ staðfestingu á því að leiktímabili þess væri lokið, áður en Daði kom heim. Við bendum á að Daði gat ekki lengur spilað með neinu liði erlendis, þar sem leiktímabil liðsins var búið. Því var hann aftur leikhæfur með Birninum.” Að lokum vill kærði benda á að ofangreint félagaskiptakort Daða sé að þeirra mati ógilt. Þar sé ekkert tekið fram um hvaða leiktímabil það gildir, eða hvort það á að vera takmarkað eða ótakmarkað.
III
Kærandi vísar kröfu sinni til stuðnings til Reglugerðar ÍSS nr. 10 um félagaskipti gr. 10.5 þar sem fram kemur að félagaskipti milli landa fari eftir reglum IIHF og 10.7.3. þar fram kemur að innlendir leikmenn sem leika erlendis geti komið til baka hvenær sem er en þeir verða að fara eftir alþjóðareglum um félagaskipti. Einnig vísar kærandi til IIHF statutes and bylaws gr. 205-210 þar sem fram kemur með hvaða hætti leikmaður sækir um flutning milli landa, leikmaður skal sækja um flutning í gegnum ÍHÍ til IIHF í nýtt félag erlendis. Einnig skal umsókn um takmarkaðan flutning takmarka leikmann við ákveðið félag eða ákveðið tímabil eða hvorutveggja. Að þegar flutningur er tamarkaður skuli tilgreina dagsetningu sem leikmaður flyst til baka til síns fyrra félags. Og að leikmaður sem hefur fengið útgefið ótakmarkað kort um flutning verður fullgildur félagi í hinu nýja félagi.
Varðandi viðurlög vísar kærandi til reglugerðar ÍSS um viðurlög við notkun ólöglegra leikmanna, 3.1 þar sem fram kemur að verði félag uppvíst af því að nota ólöglegan leikmann í íshokkíleik skuli þurrka mörk liðsis út og það tapa leiknum 10-0. Einnig vísar kærandi til 3.5 þar sem fram kemur að sé um að ræða ólöglegan leikmann sem þarf alþjóðlegt félagaskiptakort skuli stjórn ÍHÍ sekta viðkomandi félag um 75.000 krónur.
IV
Við munnlegan málflutning kæranda kom m.a. fram að hann telur reglugerðir ÍSS skýrar um erlenda leikmenn og vísar í reglu 10.5. Leikmaður sem flytur sig milli landa verður að fara á alþjóðlegu transferkorti. Transferkort leikmannsins sem um ræðir sé fyllt út í Danmörku. Ekki eru dagsetningar á kortinu en hefð er fyrir því að þau séu látin vera opin. Ef ekki útfyllt þá er tímabilið til 30. júní skv. International Transfer Regulations, gr. 3.2.
Við munnlegan málflutning kærða kom m.a. fram að transferkort Daða hafi átt að gilda það tímabil sem hann leikur með liði erlendis og falla sjáfkrafa niður þegar leiktímabili lýkur. Bað um að danska félagið sendi staðfestingu til ÍSS um það hvenær leiktímabilið hafi klárast en hefur ekki fengið um það staðfestingu hvort slíkt hafi borist.
V
Ágreiningurinn í málinu snýst um það hvort leikmaður nr. 16 í liði kærða, Daði Örn Heimisson, hafi verið ólöglegur í leik liðanna sem fram fór 26. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 6-8 þar sem kærði var heimalið.
Ágreiningslaust er að leikmaðurinn hafði félagaskipti úr liði kærða og fékk hann alþjóðlegt félagaskiptaleyfi (ITC) útgefið af Alþjóðaíshokkísambandinu til þess að leika með danska 1. deildarliðinu Aarhus Eliteishochey frá 25/10’04. Á félagaskiptakortinu var ekkert merkt við hvort um var að ræða takmarkaðan eða ótakmarkaðan flutning.
Kærði heldur því fram að kortið hafi átt að gilda það tímabil sem hann lék með liðinu erlendis og falli sjálfkrafa niður þegar leiktímabili lýkur, enda hafi leikmaður þá enga leiki lengur til þess að spila með erlenda félaginu. Kveður að beðið hafi verið um að danska félagið sendi ÍHÍ staðfestingu á því að leiktímabili þess væri lokið, áður en Daði Örn kom heim. Kveðst ekki hafa fengið staðfestingu á því að slík staðfesting hafi borist. Kveður jafnframt að félagaskiptaleyfið sé ógilt sökum þess að ekkert komi fram um hvaða leiktímabil það gildir, eða hvort það á að vera takmarkað eða ótakmarkað. Kveður að það hafi verið mistök að hafa ekki hakað í hvort kortið væri takmarkað/ótakmarkað en veit ekki hvar sökin liggur.
Kærandi mótmælir röksemdum kærða og kveður kortið alltaf hafa átt að vera opið. Vísar í reglugerð ÍSS nr. 10 um félagaskipti, 10.5, þar sem fram kemur að farið skuli eftir reglum Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) varðandi félagaskipti milli landa. Skv. International Transfer Regulations (ITR) gr. 3.2. þá beri að túlka “opin kort” þannig, þ.e. kort þar sem ekkert er merk við hvort um er að ræða takmarkaðan eða ótakmarkaðan flutning, að kortið sé takmarkað og renni sjálfkrafa út 30 júní á því leiktímabili. Umræddur leikmaður hafi því verið bundinn á takmörkuðu félagaskiptakorti til 30. júní n.k. Til þess að vera löglegur með liði kærða hafi hann því þurft nýtt alþjóðlegt félagaskiptaleyfi eins og mælt sé fyrir um í grein 3.6. í ITR.
Gegn andmælum kæranda er ekkert komið fram sem sannar að kortið hafi átt að vera fyllt út með öðrum hætti en fyrir liggur í málinu. Í reglum IIHF International Transfer Regulations er mælt fyrir um með hvaða hætti skuli farið með kort þar sem ekkert er merkt við hvort sótt er um takmarkaðan eða ótakmarkaðan flutning, Skv. gr. 3.5. skal slíkt kort meðhöndlað sem takmarkað og gilda til 30. júni á viðkomandi keppnistímabili. Kröfum kærða um að kortið sé ekki gilt er með vísan til þessa hafnað. Það er álit dómsins að dæma skuli málið m.v. að kortið sé takmarkað. Með vísan þessa og þess að mælt er fyrir um það í reglugerð ÍSS nr. 10, gr. 10.5 að farið skuli eftir reglum IIHF varðandi félagaskipti milli landa er ljóst að umræddum leikmaður er bundinn til 30. júní n.k. með danska liðinu. Leikmaðurinn var því ekki með gilda leikheimild til þess að leika með liði kærða í leik. liðanna.sem fram fór 26. febrúar s.l. og dæmist því ólöglegur með liðinu. Því ber að taka kröfur kæranda til greina í máli þessu og dæma leikinn tapaðann fyrir kærða með markatölunni 0-10 auk þess skulu mörk kærða þurrkuð út, sbr. grein 3.1 í reglugerð ÍSS nr. 3. Jafnframt er lagt fyrir stjórn ÍSS að sekta kærða um kr. 75.000 eins og kveðið er á um í grein 3.5.
Dómsorð:
Leikur Skautafélagsins Bjarnarins gegn Skautafélagi Akureyrar, íshokkídeild, sem fram fór 26. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 6-8 þar sem Skautafélagið Björninn var heimalið, dæmist tapaður með markatölunni 0-10 og skulu mörk Skautafélagsins Bjarnarins þurrkast út. Jafnframt er lagt fyrir ÍSS að sekta Skautafélagði Björninn um kr. 75.000,-
Ár 2005, fimmtudaginn 28. apríl kl. 12.10, er dómþing Dómstóls Íþrrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) haldið af Halldóri Frímannssyni dómara í dómstól ÍSÍ.
Fyrir er tekið:
Mál nr. 2 /2005
Skautafélag Akureyrar, íshokkídeild
gegn
Íþróttafélaginu Birninum.
Í málinu er kveðinn upp svofelldur
DÓMUR
I
Mál þetta er höfðað með kæru Íþróttafélags Akureyrar, íshokkídeild mótekinni á skrifstofu ÍSÍ 4. mars s.l.
Íþróttafélagið Björninn er kært fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann í leik liðanna sem fram fór 27. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 2-3 þar sem kærði lék sem heimalið. Umræddur leikmaður er nr. 16 og heitir Daði Örn Heimisson, kt. 230883-5569.
Kröfur kæranda.
“Að mörk Bjarnarins þurrkist út í leik liðsins gegn Skautafélagi Akureyar laugardaginn 26.02.2005, og liðið tapi leiknum með tíu mörkum sbr. reglugerð ÍSS nr. 3.1. og að liðið skuli dæmt til greiðslu sektar sbr. reglugerð ÍSS nr. 3.5.”
Kröfur kærða.
Kærði fer fram á sýknu.
Halldór Frímannsson dómari í Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fékk mál þetta til afgreiðslu 7. mars s.l. ásamt öðru kærumáli milli sömu aðila vegna leiks liðanna 26. febrúar s.l. Ljóst var að úrslit málanna höfðu ekki áhrif á úrslit í Íslandsmótinu í íshokkí og sökum anna dómara var ákveðið að þingfesta málin 15. apríl s.l. Aðilar málsins óskuðu ekki eftir að leiða fram vitni í málunum. Fyrst var fyrra málið þingfest og flutt munnlega og að svo búnu var þetta mál flutt og lýstu aðilar því yfir að þeir gerðu allar sömu kröfur í þessu máli og í hinu fyrra. Er þetta mál því samhljóða fyrra dómsmálinu að öllu öðru leyti en því að verið er að dæma leik liðanna sem fram fór 27. febrúar s.l.
Við þingfestingu málsins voru eftirtalin skjöl lögð fram. Nr. 1 kæra dags. 3. mars 2005, móttekin 4. mars á skrifstofu ÍSÍ, ásamt fylgiskjölum. Nr. 2 greinargerð kærða, dags. 16. mars 2005. Nr. 3 International Transfer Regulations.
Hokkííþróttin var deild innan Skautasambands Íslands (ÍSS) fram í nóvember s.l. þar til Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) var stofnað og gilda allar reglurgerðir ÍSS sem eiga við hokkí fyrir nýja sambandið.
II
Í kæru er málavöxtum lýst þannig: “Leikmaður kærða nr. 16 í fyrrgreindum leik, Daði Örn Heimisson, hefur ekki öðlast leikheimild til þátttöku í Íslandsmótinu í íshokkí eftir að hann fór á alþjóðlegu félagaskiptaleyfi (International Transfer Card eða ITC) skv. reglum Alþjóðaíshokkísambandsins, fyrr á þessu leiktímabili, og spilaði með liðinu Aarhus Eliteishockey í dönsku 1. deildinni.”
Kærði fer fram á sýknu í greinargerð sinni. Rök kærða eru m.a: “Nú í fyrsta sinn í sögu ÍHÍ reynir á ákvæði liðar 7.3 reglugerðar 10. Tilgangurinn með greininni var að auðvelda leikmönnum sem fara að leika erlendis að koma heim aftur og leika með sínu heimaliði.” ……………”Transferkort hans á því að gilda það tímabil sem hann leikur með liði erlendis og fellur sjálfkrafa niður er leiktímabili lýkur.”................. “Beðið var um að danska félagið sendi ÍHÍ staðfestingu á því að leiktímabili þess væri lokið, áður en Daði kom heim. Við bendum á að Daði gat ekki lengur spilað með neinu liði erlendis, þar sem leiktímabil liðsins var búið. Því var hann aftur leikhæfur með Birninum.” Að lokum vill kærði benda á að ofangreint félagaskiptakort Daða sé að þeirra mati ógilt. Þar sé ekkert tekið fram um hvaða leiktímabil það gildir, eða hvort það á að vera takmarkað eða ótakmarkað.
III
Kærandi vísar kröfu sinni til stuðnings til Reglugerðar ÍSS nr. 10 um félagaskipti gr. 10.5 þar sem fram kemur að félagaskipti milli landa fari eftir reglum IIHF og 10.7.3. þar fram kemur að innlendir leikmenn sem leika erlendis geti komið til baka hvenær sem er en þeir verða að fara eftir alþjóðareglum um félagaskipti. Einnig vísar kærandi til IIHF statutes and bylaws gr. 205-210 þar sem fram kemur með hvaða hætti leikmaður sækir um flutning milli landa, leikmaður skal sækja um flutning í gegnum ÍHÍ til IIHF í nýtt félag erlendis. Einnig skal umsókn um takmarkaðan flutning takmarka leikmann við ákveðið félag eða ákveðið tímabil eða hvorutveggja. Að þegar flutningur er tamarkaður skuli tilgreina dagsetningu sem leikmaður flyst til baka til síns fyrra félags. Og að leikmaður sem hefur fengið útgefið ótakmarkað kort um flutning verður fullgildur félagi í hinu nýja félagi.
Varðandi viðurlög vísar kærandi til reglugerðar ÍSS um viðurlög við notkun ólöglegra leikmanna, 3.1 þar sem fram kemur að verði félag uppvíst af því að nota ólöglegan leikmann í íshokkíleik skuli þurrka mörk liðsis út og það tapa leiknum 10-0. Einnig vísar kærandi til 3.5 þar sem fram kemur að sé um að ræða ólöglegan leikmann sem þarf alþjóðlegt félagaskiptakort skuli stjórn ÍHÍ sekta viðkomandi félag um 75.000 krónur.
IV
Við munnlegan málflutning kæranda kom m.a. fram að hann telur reglugerðir ÍSS skýrar um erlenda leikmenn og vísar í reglu 10.5. Leikmaður sem flytur sig milli landa verður að fara á alþjóðlegu transferkorti. Transferkort leikmannsins sem um ræðir sé fyllt út í Danmörku. Ekki eru dagsetningar á kortinu en hefð er fyrir því að þau séu látin vera opin. Ef ekki útfyllt þá er tímabilið til 30. júní skv. International Transfer Regulations, gr. 3.2.
Við munnlegan málflutning kærða kom m.a. fram að transferkort Daða hafi átt að gilda það tímabil sem hann leikur með liði erlendis og falla sjáfkrafa niður þegar leiktímabili lýkur. Bað um að danska félagið sendi staðfestingu til ÍSS um það hvenær leiktímabilið hafi klárast en hefur ekki fengið um það staðfestingu hvort slíkt hafi borist.
V
Ágreiningurinn í málinu snýst um það hvort leikmaður nr. 16 í liði kærða, Daði Örn Heimisson, hafi verið ólöglegur í leik liðanna sem fram fór 26. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 2-3 þar sem kærði var heimalið.
Ágreiningslaust er að leikmaðurinn hafði félagaskipti úr liði kærða og fékk hann alþjóðlegt félagaskiptaleyfi (ITC) útgefið af Alþjóðaíshokkísambandinu til þess að leika með danska 1. deildarliðinu Aarhus Eliteishochey frá 25/10’04. Á félagaskiptakortinu var ekkert merkt við hvort um var að ræða takmarkaðan eða ótakmarkaðan flutning.
Kærði heldur því fram að kortið hafi átt að gilda það tímabil sem hann lék með liðinu erlendis og falli sjálfkrafa niður þegar leiktímabili lýkur, enda hafi leikmaður þá enga leiki lengur til þess að spila með erlenda félaginu. Kveður að beðið hafi verið um að danska félagið sendi ÍHÍ staðfestingu á því að leiktímabili þess væri lokið, áður en Daði Örn kom heim. Kveðst ekki hafa fengið staðfestingu á því að slík staðfesting hafi borist. Kveður jafnframt að félagaskiptaleyfið sé ógilt sökum þess að ekkert komi fram um hvaða leiktímabil það gildir, eða hvort það á að vera takmarkað eða ótakmarkað. Kveður að það hafi verið mistök að hafa ekki hakað í hvort kortið væri takmarkað/ótakmarkað en veit ekki hvar sökin liggur.
Kærandi mótmælir röksemdum kærða og kveður kortið alltaf hafa átt að vera opið. Vísar í reglugerð ÍSS nr. 10 um félagaskipti, 10.5, þar sem fram kemur að farið skuli eftir reglum Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) varðandi félagaskipti milli landa. Skv. International Transfer Regulations (ITR) gr. 3.2. þá beri að túlka “opin kort” þannig, þ.e. kort þar sem ekkert er merk við hvort um er að ræða takmarkaðan eða ótakmarkaðan flutning, að kortið sé takmarkað og renni sjálfkrafa út 30 júní á því leiktímabili. Umræddur leikmaður hafi því verið bundinn á takmörkuðu félagaskiptakorti til 30. júní n.k. Til þess að vera löglegur með liði kærða hafi hann því þurft nýtt alþjóðlegt félagaskiptaleyfi eins og mælt sé fyrir um í grein 3.6. í ITR.
Gegn andmælum kæranda er ekkert komið fram sem sannar að kortið hafi átt að vera fyllt út með öðrum hætti en fyrir liggur í málinu. Í reglum IIHF International Transfer Regulations er mælt fyrir um með hvaða hætti skuli farið með kort þar sem ekkert er merkt við hvort sótt er um takmarkaðan eða ótakmarkaðan flutning, Skv. gr. 3.5. skal slíkt kort meðhöndlað sem takmarkað og gilda til 30. júni á viðkomandi keppnistímabili. Kröfum kærða um að kortið sé ekki gilt er með vísan til þessa hafnað. Það er álit dómsins að dæma skuli málið m.v. að kortið sé takmarkað. Með vísan þessa og þess að mælt er fyrir um það í reglugerð ÍSS nr. 10, gr. 10.5 að farið skuli eftir reglum IIHF varðandi félagaskipti milli landa er ljóst að umræddum leikmaður er bundinn til 30. júní n.k. með danska liðinu. Leikmaðurinn var því ekki með gilda leikheimild til þess að leika með liði kærða í leik. liðanna.sem fram fór 27. febrúar s.l. og dæmist því ólöglegur með liðinu. Því ber að taka kröfur kæranda til greina í máli þessu og dæma leikinn tapaðann fyrir kærða með markatölunni 0-10 auk þess skulu mörk kærða þurrkuð út, sbr. grein 3.1 í reglugerð ÍSS nr. 3. Jafnframt er lagt fyrir stjórn ÍSS að sekta kærða um kr. 75.000 eins og kveðið er á um í grein 3.5.
Dómsorð:
Leikur Skautafélagsins Bjarnarins gegn Skautafélagi Akureyrar, íshokkídeild, sem fram fór 27. febrúar s.l. og lyktaði með markatölunni 2-3 þar sem Skautafélagið Björninn var heimalið, dæmist tapaður með markatölunni 0-10 og skulu mörk Skautafélagsins Bjarnarins þurrkast út. Jafnframt er lagt fyrir ÍSS að sekta Skautafélagði Björninn um kr. 75.000,-
Halldór Frímannsson
dómari.
Fleira ekki gert
Dómþingi slitið kl. 12.20