Annar leikur kvöldsins í HERTZ-deildinni var leikur SR og UMFK Esju sem fram fór í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu átta mörk gegn fimm mörkum Esju.
SR-ingar byrjuðu miklu betur og komust í 3 – 0 forystu í fyrstu lotunni en á meðan stóð ekki steinn yfir steini hjá leikmönnum Esju. Esjumenn sneru hinsvegar blaðinu við strax í annarri lotu og jöfnuðu leikinn á fyrstu tólf mínútum annarrar lotu. Jöfnunarmark Esju skoraði Egill Þormóðsson en þá var liðið tveimur mönnum færri á ísnum. SR-ingar náðu þó að komast yfir fyrir lotulok eftir að Milan Mach komst einn inn fyrir vörn Esjumanna.
Þriðja lotan var svo á svipuðum nótum og hinar tvær en alls komu sex mörk í henni. Jafnt var á með liðunum 5 – 5 en en seinni part lotunnar sigu SR-ingar framúr og skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins.
Með sigrinum halda SR-ingar sér inn í því að komast inn í úrslitakeppnina en liðið er nú sex stigum á eftir Esju sem er í öðru sæti.
Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 2/3
Bjarki Reyr Jóhannesson 2/1
Milan Mach 2/0
Michal Danko 1/1
Daníel Steinþór Magnússon 1/1
Jón Andri Óskarsson 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Styrmir Friðriksson 0/1
Refsingar SR: 10 mínútur.
Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:
Egill Þormóðsson 1/1
Þórhallur Viðarsson 1/0
Óskar Einarsson 1/0
Hjalti Jóhannsson 1/0
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Brynjar Bergmann 0/2
Gunnar Guðmundsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Refsingar UMFK Esju: 64 mínútur.
Mynd: Kári Freyr Jensson
HH