Eftir að hafa farið vandlega yfir veðurspá og rætt við Vegagerðina hefur verið ákveðið að gera aðra tilraun til að fara norður. Gert er ráð fyrir að rútan komi í skautahöllina í Laugardalnum klukkan 08.15 í fyrramálið og verði komin í Egilshöll 08.45. Leikmenn eru beðnir að vera tilbúnir á þessum tímum, þ.e. það á ekki að fara að pakka dótinu heldur verður lagt af stað fljótlega eftir þetta.
Það eru hinsvegar vinsamleg tilmæli að leikmenn og aðrir aðstandendur kíkji hérna við snemma í fyrramálið. Hringt verður í Vegagerðina eldsnemma og ef verður frestað birtist frétt um það hér. Annars stendur ferðin.
Einnig má benda á að á síðu
471 á textavarpi RÚV má sjá hvernig færðin er norður.
HH