Björninn - SA Valkyrjur umfjöllun.

Björninn og SA Valkyrjur  léku á laugardagskvöld í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Bjarnarkvenna sem gerðu 4 mörk gegn 2 mörkum gestanna. Valkyrjur höfðu hinsvegar tryggt sér deildarmeistaratitlinn fyrir þó nokkru og fengu bikarinn afhentan að leik loknum.
Jafnræði var með liðunum allan leikinn en það voru Bjarnarkonur sem komu sér í góða stöðu því þær áttu fyrstu fjögur mörk leiksins.
Sigrún Sigmundsdóttir kom Birninum yfir með marki í fyrstu lotu en þá nýttu þær sér vel að vera einum fleiri á ísnum. Stoðsendingar áttu Elva Hjálmarsdóttir og Kristín Sunna Sigurðardóttir.
Í annarri lotunni bættu Bjarnarstúlkur við þremur mörkum. Hanna Rut Heimisdóttir átti fyrsta markið, Flosrún Vaka bætti við öðru markinu og rétt fyrir lotulok bætti Lilja Sigfúsdóttir við þriðja markinu.
Valkyrjur bættu í sóknarleikinn í síðustu lotunni og uppskáru tvö mörk. Sarah Smiley átti þau bæði en lengra komust Valkyrjur ekki að þessu sinni.
Nú er að styttast í úrslitakeppni kvenna en einn leikur er eftir í deildarkeppninni. Nokkrar sveiflur hafa verið í leikjum liðanna að undanförnu og því útlit fyrir spennandi úrslitakeppni framundan en keppnin hefst laugardaginn 12. mars næstkomandi.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hanna Rut Heimisdóttir
Sigrún Sigmundsdóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Lilja M. Sigfúsdóttir 1/0
Kristín Sunna Sigurðardóttir 0/3
Elva Hjálmarsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Valkyrjur:

Sarah Smiley 2/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Leena-Kaisa Viitanen 0/1

Refsingar SA Valkyrjur:  16 mínútur.

HH