Björninn - SA Jötnar umfjöllun.

Björninn og SA Jötnar léku í gærkvöld á íslandsmótinu í íshokkí . Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerðu 8 mörk gegn 2 mörkum SA Jötna.
Jötnar höfðu nokkurra stjórn á leiknum fyrstu mínútum leiksins og Stefán Hrafnsson kom þeim yfir. Bjarnarmenn náðu hinsvegar samt smátt og smátt tökum á leiknum og áður en lotunni lauk höfðu þeir gert þrjú mörk. Þar voru á ferðinni þeir Andri Steinn, Róbert Freyr og Hjörtur Björnsson. Staðan því 3 – 1 eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotunni bættu Bjarnarmenn enn í og sóttu töluvert meira en Jötnar. Lotan fór 2 – 0 og áttu Sergei Zak og Hjörtur.
Þriðja lotan var á svipuðum nótum. Bjarnarmenn höfðu frumkvæði en Jötnar áttu undir högg að sækja. Úlfar Jón Andrésson og Matthías Skjöldur komu Bjarnarmönnum í 7 – 1 áður en Stefán Hrafnsson minnkaði muninn fyrir Jötna. Hjörtu Geir Björnsson fullkomnaði hinsvegar þrennu sína með marki rétt fyrir leikslok.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hjörtur Geir Björnsson 3/1
Úlfar Jón Andrésson 1/2
Andri Steinn Hauksson 1/0
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0
Sergei Zak 1/0
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Trausti Bergmann 0/2
Vilhelm Már Bjarnasson 0/1

Refsimínútur Bjarnarins:  31 mínúta.

Mörk SA Jötna:
Stefán Hrafnsson 2/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsimínútur SA Jötna:  48 mínútur

Mynd Sigurgeir Haraldsson

HH